Skip to content

PETRIA

hundabælin í verslun hjá Petria á gylfaflöt 22
Sýningarhorn er staðsett í Sakura-Home Gylfaflöt 22, 112 Reykjavík. Smella hér til að skoða í "Maps"
Opnunartíma má finna inn á www.sakura-home.is
Inngangur er innst hægra megin á húsinu.
-
Petria er vefverslun sem selur hönnunarvörur fyrir gæludýr og eigendur. 

Hugmyndin kemur frá því að oft geta vörur sem fylgja gæludýri verið úr takt við heimilið og vantar úrval af vörum sem passa við hönnunarstaðla heimilis.


Út frá þessu var vörumerkið Petria stofnað, nafnið er dregið af latneska orðinu „patria” og enska orðinu „pet”.

Patria þýðir heimaland og/eða himnaríki á latnesku „pet” þýðir gæludýr á ensku.

Þetta er nokkuð lýsandi fyrir vörumerkið Petria þar sem gæludýr og eigandi deila fallegu heimili.


Vandað vöruval er annað sem einkennir vörumerkið, www.petria.is selur aðeins endingagóðar gæðavörur.

Eftir mikla leit og fundi við byrgja fundum við frábær vörumerki á borð við Laboni og Labbvenn.

Margar vörur sem Petria býður upp á hafa unnið til verðlauna.