3 vörur sem Erró fær á hverjum degi til að viðhalda góðri heilsu
Erró er Border Collie fjölskylduhundur en hann á bróður, systur, mömmu, pabba, ömmur og afa sem öll elska hann til tunglsins og til baka.
Fjölskyldan hugar að heilsunni með hreyfingu, góðu matarræði og umhirðuvörum frá Belly.
Hér eru þrjár vörur sem Erró fær á hverjum degi og er auðvelt að tengja við daglega rútínu hjá okkur mannfólkinu sem hugar að heilsunni.
🦷 Þegar við burstum tennurnar fær Erró Tannverndarspreyið til að viðhalda tannheilsu, koma í veg fyrir uppsöfnun tannsteins og svo skemmir ekki fyrir að spreyið minnkar andfýlu!
Skoða meira um Tannverndarspreyið hér.
🦴 Þegar við fáum okkur vítamín fær hann Activated Charcoal - fæðubótarnammi til að bæta meltinguna og fyrir almenna heilsu. Það er ríkt af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum og auðvitað elskar hann bragðið!
Skoða meira um Activated Charcoal fæðubótarnammið hér.
🐟 Þegar við fáum okkur lýsi fær Erró laxaolíu sem við setjum út á matinn hans til að feldurinn hans glansi og til að styðja við ónæmiskerfið. Hann heldur síðan áfram að sleikja skálina löngu eftir að hann er búinn með matinn því honum finnst laxaolían svo góð.
Skoða meira um Laxaolíuna hér.