Skip to content

Hvaða hundafóðurlína frá Naturea hentar þínum besta vin?

Naturea er portúgalskt fyrirtæki sem var stofnað árið 2010. Markmið Naturea er að þróa og veita okkar besta vin ljúffengt fóður í hæsta gæðaflokki.

Aðalhráefnin í fóðrinu og namminu eru kjöt- og fiskiprótein.

Naturea fylgir hugmyndafræðinni þar sem hundurinn á að fá viðeigandi náttúrulega næringu sem samræmist við þeirra náttúrulega mataræði.

 

Hver er aðalmunurinn á hundafóðurslínunum frá Naturea?

Naturea býður upp á þrjár mismunandi línur af þurrfóðri fyrir hunda—Ethos, Naturals og Elements—sem eru sérsniðnar til að mæta mismunandi næringarþörfum og smekk. 

1. Ethos

Ethos-línan fylgir hugmyndafræði Naturea þar sem hundurinn á að fá viðeigandi náttúrulega næringu sem samræmist við þeirra náttúrulega mataræði. Ethos línan býður upp á kornlaust (fóður og inniheldur sætar kartöflur sem eru ríkjar af trefjum og flóknum kolvetnum sem tryggja jafna orkulosun, sem hjálpar til við að viðhalda stöðugum orkubirgðum án skyndilegra blóðsykursveiflna.

  • 100% grain free. Fóðrið í Ethos línunni er kornlaust en þar er sæt kartafla kolvetnisgjafinn
  • Sætar kartöflur eru ríkjar af trefjum og flóknum kolvetnum sem tryggja jafna orkulosun, sem hjálpar til við að viðhalda stöðugum orkubirgðum án skyndilegra blóðsykursveiflna.
  • Kjúklingur, önd eða lax. Í Ethos línunni er hægt að velja á þurrfóður með kjúkling fyrir hvolpa, litla hunda, alla hunda og eldri hunda, önd og svo lax.
  • Uppskriftirnar í Ethos línunni eru alltaf með kjöt eða fisk sem aðalhráefnið og á sama tíma er haldið kolvetnismagni í lágmarki

Hér getur þú skoðað hundafóðrið í Ethos línunni

2. Naturals

Naturals-línan leggur áherslu á ferskt, úrbeinað kjöt og fisk sem aðalpróteinuppsprettu, sem tryggir hátt gæðastig próteina. Ólíkt Ethos-línunni inniheldur þessi lína brún hrísgrjón sem eina kornið.

  • Ekkert korn, hveiti, glútein eða soja.
  • Brún hrísgrjón eru trefjarík og náttúruleg uppspretta kolvetna sem gefa gæludýrum okkar orku.
  • Hægt er að velja mismunandi próteingjafa eins og lamb, túnfisk, kjúkling, lax, villisvín, svínakjöt.
  • Hentar vel fyrir orkumikla hunda sem hreyfa sig mikið

Hér getur þú skoðað hundafóðrið í Naturals línunni 

3. Elements

Einfaldar uppskriptir Elements línunnar gera það að verkum að hundafóðrið er auðvelt að melta en Elements línan inniheldur kjúkling og hvít hrísgrjón sem bæði eru fæðutegundir sem auðvelt er að melta.

  • Einfaldar uppskriftir sem eru auðmeltanlegar með kjúkling og hvítum hrísgrjónum.
  • Hvít hrísgrjón eru auðmeltanleg og veita nauðsynlega orku.
  • Hægt er að velja á milli hundafóðurs fyrir hvolpa, fullorðna hunda og eldri hunda.

Hér getur þú skoðað hundafóðrið í Elements línunni

 

Hvernig er hundafóðrið frá Naturea unnið?

🌡️ 90°C hiti

Þurrfóðrið frá Naturea er unnið á 90°C hita til að ganga úr skugga um að innihaldsefnin halda gæðunum sínum í gegnum ferlið.

🧈 Geymt er 20% af fitunni

Geymt er 20% af fitunni til að bæta við eftir vinnslu á matnum sem húðun utan á matinn. Þetta gefur matnum frábært bragð og gæði.

🥩 Kjöt og fiskur

Aðalhráefni fóðursins er kjöt og fiskur.

 

Hvernig er best að skipta um fóður

Ef þú vilt skipta um hundafóður og prófa hundafóðrið frá Naturea mælum við með að gera það smám saman yfir 10–14 daga til að forðast meltingarvandamál. 

📌 Auka ráð:
✅ Fylgstu með meltingu hundsins – linari hægðir eða uppþemba getur bent til að hann þurfi lengri aðlögunartíma.
✅ Gættu þess að hundurinn fái nóg vatn.
✅ Ef hann er með ofnæmi eða viðkvæman maga, skaltu íhuga lengri yfirfærslu (3-4 vikur).

Lesa fleiri blogg

Blogg

Petria

Hönnunarvara fyrir gæludýr og eigendur