5 ráð til að vernda loppurnar á þínum besta vin í kuldanum

Nú er veturinn kominn og kuldinn á Íslandi getur farið illa með loppurnar á þínum besta vin. 

Eins og við þá eru hundar viðkvæmir fyrir kulda. Kuldi, snjór og rigning getur gert loppurnar á þínum besta vin þurrar sem getur valdið sárum eða eymslum.

Hér eru 5 ráð til að vernda loppurnar á þínum besta vin í kuldanum á Íslandi:

1. Hundaskór

Alveg eins og skór eða sokkar vernda okkur mannfólkið frá kulda og bleytu, þá er það einnig raunin fyrir þinn besta vin. Að setja þinn besta vin í hundaskó eða sokka verndar loppurnar gegn kulda og minnkar þannig líkurnar á þurrum loppum og sárum.

2. High Five Loppu- og Nebbakrem

High Five Loppu- og Nebbakremið frá Belly er líka algjör snilld til að koma í veg fyrir sár og þurrar loppur. Alveg eins og við notum handáburð þegar hendurnar á okkur verðar þurrar þá er kremið tilvalið til að halda loppunum á þínum besta vin mjúkum! 

loppukremið high five frá Belly fyrir hunda

Hægt er að skoða meira um High Five Loppu- og Nebbakremið hér: High Five Loppu- og Nebbakrem

3. Styttri labbitúrar

Sniðugt er að taka styttri göngutúra til að minnka tímann sem loppurnar eru í kuldanum. Sérstaklega á köldustu dögunum í vetur.

4. Reglulegar hreinsanir og snyrtingar

Það getur einnig verið gott að klippa neglur og hár og hreinsa loppurnar reglulega. 

Með því að gera það erum við að koma í fyrir að saltið á götunum og ís sé of lengi á loppunum á okkar besta vin sem getur komið í veg fyrir að það byrji að myndast sár eða að loppurnar verði of þurrar.

Loppu og nebbakrem fyrir hunda

5. Pössum okkur á kuldanum

Þegar kuldinn verður sem mestur í vetur þurfum við að huga sérstaklega vel að þessum þáttum hér fyrir ofan til að passa upp á okkar besta vin.

Þess vegna er því gott að fylgjast með kuldanum og taka ákvarðanir með tilliti til veðursins.

hundaloppur í kuldanum

Lesa fleiri blogg

Blogg

Petria

Hönnunarvara fyrir gæludýr og eigendur